Reykir

Vikuna 14.-18. nóvember fóurm við 7. bekkur á Reyki. Við byrjuðum á því að fara í rútu og lagði hún af stað klukkan korter í níu og við vorum einn og hálfan klukkutíma að keyra upp eftir. Þegar við vorum komin var okkur sagt með hvaða skóla við værum með og vorum við með Giljaskóla sem er á Akureyri. 

Eftir það fór ég í íþróttir þar lærði ég fullt af nýjum leikum. Mér fannst leikurinn körfufrelsi skemmtilegasti leikurinn. svo var farið í sund en það var skylda en við máttum gera það sem við vildum.

Næsta dag fór ég á Byggðasafnið þar gengum við um safnið og skoðuðum það. Síðan fórum við í leiki sem voru frá því í gamla daga og hétu þeir allir skrítnum nöfnum eins og að Reisa horngemling. Það sem mér fannst áhugaveðast á safninu var hattur sem  gerður var úr mannshárum.

Síðan fór ég í náttúrufræði og þar átum við að fara út í fjöru og tína kræklinga en eftir það fórum við inn og mátum prófa að opna þá eða setja þá ofan í heitt vatn og sjá hvað myndi gerast. Það sem mér fannst skemmtilegast var að fara í fjöruna.

Næsta dag fór ég í Undraheim auranna en þar vorum við að svara hvað við mundum gera við 10.000 kr. Svo spiluðum við peningaspil. Það sem mér fannst áhugaverðast var hvað hægt er að gera mikið með þennan pening.

Eftir það fór ég í Stöðvaleik þar vorum við að tala um öxi og til hvers hún var notuð. Við máttum síðan láta taka mynd af okkur með hana en hún var11 kíló. Það sem mér fannst áhugaverðast var að við fengum að vita hvenær og hvar seinasta aftakan á Íslandi var.

Það sem mér fannst skemmtilegast var að kennslan var öðruvísi, aðrar námsgreinar kenndar og þær námsgreinar sem við eru í Ölduselsksóla eins og náttúrufræði voru kenndar allt öðruvísi. Útikennslan var áhugaverð það var gaman að fara út, sjá og ná í það sem við vorum að læra um eins og þegar við fundum kræklinga og suðum hann eða fórum á safnið og sáum söguna allt í kringum okkur.

CIMG0693 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband