Bókagagnrýni

Rökkurhæðir Rústirnar 

 

Bókin sem við völdum okkur heitir Rökkurhæðir Rústirnar. Höfundur bókarinnar er Birgitta Elín Hassel og bókin er 121 bls. Þessi bók er rosalega spennandi en hún fjallar um 14 ára stelpu sem heitir Anna Þóra. Einn daginn var hún að flýta sér heim af handboltaæfingu og hitti stelpu. Þær fara að tala saman og  gerðu með sér samkomulag um að stelpan gerði Önnu Þóru greiða og lærði fyrir hana. En á móti myndi Anna Þóra gera stelpunni greiða en greiðinn var sá að alla sunnudaga ætti Anna Þóra að giska á nafn stelpunnar. Ef hún næði að giska á nafnið fyrir lokaprófið þá myndi stelpan hverfa úr lífi hennar en ef hún næði því ekki myndi Anna Þóra hverfa og stelpan koma í stað hennar í lífinu. Okkur fannst bókin skemmtileg, sorgleg og spennandi eða s-in 3. Það sem var mest spennandi var hvort Anna Þóra fengi að halda lífi sínu eða ekki. Það sem var sorglegt var að hundurinn Píla var drepinn og Margrét vinkona Önnu Þóru hvarf og allt var þetta stelpunni að kenna. En það skemmtilega var hvað maður gat lifað sig inn í bókina eins og maður væri á staðnum þegar allt gerðist.                                                                                                                                                                                     Elín  

 Elín Sigríður og Guðrún Silja

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband